Heimanámsaðstoð

Ég býð upp á fríkeypis heimanámsaðstoð fyrir nemendur á fyrstu, annarri og þriðju önn á tölvubraut í Tækniskólanum. Jafnvel þó ég takmarki aðstoðina til tölvubrautarinnar, get ég líka aðstoðað með bókleg fög, sem stærðfræði, eðlisfræði og fleira. Ég aðstoða sem mentor í opnum tímum frá klukkan 15:15 - 16:30 á fimmtudögum í stofu 628 Vörðuskóla.
Einnig er hægt að panta tíma á tölvupóstfanginu kormakur@kormakur.is, og þá getum við fundið í sameiningu dag-, tíma og staðsetningu sem hentar okkur báðum.

Vefforritun

Vantar þig vefsíðu? Ef svarið er já, ertu að leita á réttum stað. Ég býð upp á faglega vefsíðuhönnun fyrir hvað sem er. Hvort sem það er fyrirtæki, einstaklingur, hreyfing, samtök eða hvað sem er. Verð fer eftir hvert verkefnið er.
Hægt er að hafa samband við mig í gegnum símann sem hægt er að finna neðst á síðunni.
Einnig er hægt að panta viðtalstíma á tölvupóstfanginu kormakur@kormakur.is, og þá getum við fundið í sameiningu dag-, tíma- og staðsetningu sem hentar okkur báðum.

Forritunarkennsla

Ég býð upp á forritunarkennslu fyrir fólk á öllum aldri. Hvort það séu krakkar, fullorðið fólk, eða hundar.
Einnig er hægt að panta viðtalstíma á tölvupóstfanginu kormakur@kormakur.is, og þá getum við fundið í sameiningu dag-, tíma- og staðsetningu sem hentar okkur báðum.

Ráðgjöf

Ég býð upp á ókeypis ráðgjöf varðandi vefhönnun, námsefni, forritun, eða hvað sem er sem tengist upplýsingatækni á einhvern hátt. Hægt er að panta viðtalstíma á tölvupóstfanginu kormakur@kormakur.is, og þá getum við fundið í sameiningu dag-, tíma- og staðsetningu sem hentar okkur báðum.

Umsókn um aðgang

Hér getur þú sótt um aðgang að verkefnavef Atlas, vef ætlaðann til þess að aðstoða nemendur á tölvubraut að skilja námsefnið.

VERKEFNAVEFUR Í VINNSLU.
BÚAST MÁ VIÐ 1-3 VIKUM ÞANGAÐ TIL HANN VERÐUR OPNAÐUR.
Varðandi vandamál sendu tölvupóst á kormakur@kormakur.isKormákur Atli
Þúsundþjalasmiður
kormakur@kormakur.is
(+354) 888 4884